Magnús Ólafsson Kjartan Ólafsson Kristján M. Magnússon Rósa Eggertsdóttir - PDF

Description
Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri ÞYNGD SKÓLABARNA OG TENGSL HENNAR VIÐ LÍÐAN OG NÁMSÁRANGUR Rannsókn meðal barna í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla á starfssvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri veturinn

Please download to get full document.

View again

of 31
All materials on our website are shared by users. If you have any questions about copyright issues, please report us to resolve them. We are always happy to assist you.
Information
Category:

Environment

Publish on:

Views: 26 | Pages: 31

Extension: PDF | Download: 0

Share
Transcript
Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri ÞYNGD SKÓLABARNA OG TENGSL HENNAR VIÐ LÍÐAN OG NÁMSÁRANGUR Rannsókn meðal barna í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla á starfssvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri veturinn Magnús Ólafsson Kjartan Ólafsson Kristján M. Magnússon Rósa Eggertsdóttir Nóvember 2002 Heilsugæslustöðin á Akureyri Hafnarstræti 99 Is-600 Akureyri Ísland Sími Fax RANNSÓKNASTOFNUN HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Þingvallastræti 23, Pósthólf 224, Is-602 Akureyri, Sími , Fax Netfang: Veffang: bls. 1 Eftirtaldir aðilar styrktu verkefnið: Akureyrarbær, skólanefnd Akureyrarbær félagsmálaráð Heilsugæslustöðin á Akureyri Rannsóknasjóður Háskólans á Akureyri Vísindasjóður félags íslenskra heimilislækna bls. 2 Efnisyfirlit: SAMANTEKT 4 FORMÁLI 5 1. BAKGRUNNUR ÞYNGD LÍÐAN NÁMSÁRANGUR TENGSL ÞYNGDAR, LÍÐUNAR OG NÁMSÁRANGURS UM RANNSÓKNINA GÖGN AÐFERÐIR ÞYNGD, LÍÐAN OG NÁMSÁRANGUR HÆÐ OG ÞYNGD LÍÐAN NÁMSÁRANGUR TENGSL ÞYNGDAR, LÍÐUNAR OG NÁMSÁRANGURS TENGSL ÞYNGDAR OG LÍÐUNAR TENGSL LÍÐUNAR OG NÁMSÁRANGURS TENGSL ÞYNGDAR OG NÁMSÁRANGURS TENGSL ÞYNGDAR, LÍÐUNAR OG NÁMSÁRANGURS ÁLYKTANIR 49 HEIMILDIR 53 bls. 3 SAMANTEKT Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort finna mætti tengsl á milli þyngdar nemenda hvernig þeim liði og árangurs í námi. Rannsóknin náði til nemenda í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla á starfssvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri veturinn Umræddir árgangar urðu fyrir valinu þar sem þeir þreyttu allir samræmd próf. Í þessum hópi voru alls 819 nemendur og fengust upplýsingar um 568 þeirra eða um 70%. Gögnum var safnað um líkamsþyngd (Body Mass Index, BMI), líðan (Youth Self Report, YSR) og námsárangur (niðurstöður samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði). Ennfremur var aflað upplýsinga um hæð og þyngd sambærilegra hópa frá árunum , og Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að sú þyngdaraukning sem var meðal milli áranna 1970 og 1990 virðist hafa stöðvast á tíunda áratug 20. aldar. Jafnframt kom í ljós að ofþyngd tengist bæði slöku námsgengi og slakri líðan meðal nemenda í 10. bekk grunnskóla en að slík tengsl eru ekki til staðar meðal nemenda í 7. bekk. bls. 4 FORMÁLI Skýrsla sú sem hér birtist, Þyngd skólabarna og tengsl hennar við líðan og námsárangur, gerir grein fyrir rannsóknarverkefni sem hófst í desember 1999 og lauk í nóvember Aðdragandi rannsóknarinnar er komin úr reynsluheimi skólaheilsugæslu. Athygli starfsmanna þar vaknaði á því hve mörg börn voru of þung og oft virtist þeim ekki líða vel en minna var hægt að segja til um gengi þeirra í námi. Áhugi vaknaði á því að skoða þennan nemendahóp með þverfaglegri nálgun. Því var komið á rannsóknarhópi sem bjó yfir þekkingu úr heimilis- og skólalækningum, sérfræðiþekkingu í kennslumálum grunnskólabarna, sálarfræði, félagsfræði og tölfræðilegri aðferðarfræði. Á þennan hátt var talið unnt að rannsaka mismunandi þætti sem taldir eru lúta að þeim vandamálum sem of þung og of feit börn glíma við. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að ýmsu leyti athyglisverðar. Að sumu leyti staðfesta þær þegar fengna vitneskju úr öðrum rannsóknum, innlendum og erlendum en að öðru leyti draga þær fram áhugaverðar upplýsingar um hvern og einn hinna þriggja rannsóknarþátta, þyngd, líðan og nám og hvernig sambandi þessara þriggja þátta er háttað. Auk rannsóknarhópsins komu beint að framkvæmd rannsóknarinnar skólahjúkrunarfræðingar og bekkjakennarar og einnig skólaritarar í sumum tilfellum. Skólastjórar grunnskólanna sýndu rannsókninni mikla velvild og stuðning. Öllum þessum aðilum kunnum við bestu þakkir fyrir þeirra framlag og aðstoð. Þá eru styrktaraðilum færðar bestu þakkir fyrir fjárframlög en þeirra er sérstaklega getið í þessari skýrslu. Ennfremur eru öðrum þeim sem gáfu góð ráð á mismunandi stigum rannsóknarinnar færðar bestu þakkir. Magnús Ólafsson heilsugæslulæknir Kjartan Ólafsson félagsfræðingur Kristján Már Magnússon sálfræðingur Rósa Eggertsdóttir menntunarfræðingur bls. 5 1. BAKGRUNNUR Ofþyngd og offita eru vaxandi heilsufarsvandamál á Vesturlöndum. Afleiðingar þessa vandamáls eru margar. Í fyrsta lagi má benda á ýmsa heilsubresti sem af offitu leiða, svo sem hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og aðra efnaskiptasjúkdóma, tilteknar tegundir krabbameins, vissa gigtarsjúkdóma og fleira. Í öðru lagi fylgir þessum vanda ýmiskonar andleg vanlíðan þó raunar sé erfitt að greina á milli hvað er orsök og hvað afleiðing í því sambandi. Í þriðja lagi má svo benda á félagslegar afleiðingar. Rannsóknir hafa sýnt að þyngdaraukning á sér stað hjá börnum jafnt sem fullorðnum og samband er á milli þyngdarvandamála hjá börnum og unglingum og ofþyngdar þegar viðkomandi komast á fullorðinsár (Rösner, 1998). Ofþyngd og offita eru því sérstakt vandamál þegar börn eða unglingar eiga í hlut. Í því sambandi er einkum þrennt sem skiptir máli: Í fyrsta lagi hefur ofþyngd eða offita í för með sér líkamlegar afleiðingar þegar á unga aldri. Þannig hefur sykursýki, sú tegund sem er bein afleiðing offitu, nýlega farið að láta á sér kræla meðal unglinga. Offitusykursýki hefur hins vegar lengst af verið einangruð við fullorðna einstaklinga (Pinhas-Hamiel, Dolan, Daniels, Stanford, Khoury og Zeitler, 1996). Í öðru lagi er um að ræða andlegar og félagslegar afleiðingar sem koma fram strax. Ofþyngd eða offita er í raun alvarleg félagsleg fötlun hjá börnum og jafnvel enn frekar unglingum sem sífellt þurfa að líða fyrir vaxtarlag sitt (Bruche, 1975). Í þriðja lagi hefur ofþyngd eða offita á unga aldri í för með sér auknar líkur á offitu á fullorðinsárum (Solomon og Manson, 1997) og þar með aukna hættu á ýmisskonar heilsufarsvanda henni samfara. Í þessari rannsókn er sjónum beint að mögulegum afleiðingum ofþyngdar, nánar tiltekið hvert sé samspil þyngdar við líðan og árangur grunnskólabarna í námi. Leitast verður við að svara þremur meginspurningum: Hvernig er ofþyngd, námsárangri og líðan grunnskólabarna á starfssvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri háttað, almennt séð? bls. 6 Hversu algengt er að börn á athugunarsvæðinu eigi við ofþyngd að etja miðað við sambærilegar upplýsingar um íslensk börn? Er samband milli líkamsþyngdar grunnskólabarna, líðunar þeirra og námsárangurs á þann hátt að börnum sem eru of þung líði verr og að þeim gangi verr í námi en börnum sem ekki glíma við ofþyngd? 1.1. Þyngd Það hefur lengi verið þekkt að offita og ofþyngd 1 hafa margvísleg neikvæð áhrif á líkamlega heilsu fólks. Þannig eru þeir sem eru of þungir eða of feitir að jafnaði líklegri en aðrir til að fá hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og aðra efnaskiptasjúkdóma, tilteknar tegundir krabbameins, svo sem ristilkrabbamein og vissa gigtarsjúkdóma, einkum þó slitgigt svo eitthvað sé nefnt (Atkinson, 1991). Því er sú aukning sem orðið hefur á hverskyns ofþyngdarvandamálum sér í lagi á vesturlöndum síðustu ár og áratugi sérstakt áhyggjuefni. Ýmsir hafa jafnvel gengið svo langt að kalla ofþyngd og offitu faraldur 21. aldarinnar. Mikið hefur verið rætt og ritað um orsakir offitu. Í megindráttum er orsökum skipt í tvennt: Erfðarfræðilega þætti og umhverfisþætti. Varðandi erfðafræðilegu þættina hefur meðal annars verið leitað svara við þeirri spurningu hvort þeir sem eru of þungir séu það einfaldlega vegna þess að efnaskipti þeirra séu hægari en þeirra sem ekki eru of þungir. Til eru rannsóknir sem styðja þessa kenningu. Þannig hafa rannsóknir sem gerðar hafa verið hjá sérstökum flokkum indíána (Ravussin, Lillioja og Knowler, 1988) sýnt að offita er algengari hjá þeim einstaklingum sem hafa hæg grunnefnaskipti 2. Einnig hefur verið sýnt fram á að orkunotkun 3 barna sem voru of þung við eins árs aldur var allt að 20% minni við þriggja mánaða aldur en orkunotkun meðalþungra barna (Roberts, Savage, Coward, Chew og Lucas, 1988). Erfðafræðilegir þættir skýra hins vegar tæplega þá tvöföldun sem orðið hefur á hlutfalli of feitra barna síðustu 30 ár (Strauss, 1999). Til þess þarf að öllum 1 Ofþyngd (overweight) telst vera hjá þeim sem eru meðal 85 95% þyngdardreifingarinnar en offita (obesity) hjá þeim sem eru meðal % þyngstu. 2 Basal metabolic rate 3 Energy expenditure bls. 7 líkindum að líta til umhverfisþátta. Þannig má benda á að makar sem eru erfðafræðilega óskyldir þróa með tímanum í verulegum hluta tilvika sama holdarfar ef annað þeirra á við offitu að stríða. Sama má reyndar segja um fullorðna hundaeigendur sem eru of þungir að hundar þeirra eru líklegri til að vera of feitir en hundar meðalþungra (Mason, 1970). Í ljósi þess hve lífsvenjur fólks hafa mikil áhrif á þróun offitu og ofþyngdar hafa sjónir manna í auknum mæli beinst að forvörnum og hvernig megi koma í veg fyrir að fólk temji sér lífshætti sem stuðla að þróun offitu eða ofþyngdar. Með þetta í huga er sérlega uggvænlegt hve ofþyngdarvandamál virðast færast í vöxt meðal barna og unglinga en fjölmargar yfirlitsrannsóknir frá ýmsum þjóðum hafa sýnt fram á að umfang þessa heilsufarsvanda hefur aukist jafnt og þétt frá því snemma á sjötta áratugnum (Strauss, 1991). Þannig jókst offita meðal barna á aldrinum 6 11 ára um 54% í Bandaríkjunum á árabilinu og á sama tíma jókst þetta vandamál um 39% hjá unglingum á aldrinum ára (Gortmarker, Dietz, Sobol og Wehler, 1987). Íslenskar rannsóknir benda í sömu átt. Rannsókn Brynhildar Briem (1999:46) á 9 ára börnum í Reykjavík sýndi að á árabilinu jókst hlutfall of þungra 4 stelpna úr 3,1% í 19,7% og en hlutfall of þungra stráka úr 0,7% í 17,9%. Hlutfall of feitra stelpna 5 hafði á sama hátt aukist úr 0,4% í 4,8% og of feitra stráka 6 úr 0% í 4,8%. Önnur faraldsfræðileg rannsókn sem gerð var við Heilsugæslustöðina á Akureyri og tók til barna á Akureyri og í nærsveitum sýndi að marktæk aukning kom fram í líkamsþyngdarstuðli hjá 8, 10, 11 og 12 ára piltum og 8, 11 og 12 ára stúlkum á 25 ára tímabili eða á milli áranna og (Magnús Ólafsson, 2000). Þá er fyrirliggjandi rannsókn sem gerð var á árabilinu sem sýndi hæð og þyngd allra grunnskólabarna á Íslandi (Atli Dagbjartsson, Árni V. Þórsson, Gestur I. Pálsson og Víkingur H. Arnórsson, 2000). 4 BMI 19,7 5 BMI 22,6 6 BMI 23,0 bls. 8 1.2. Líðan Bruche (1975) setti fyrir meira en aldarfjórðungi fram þá skoðun sína að fjöldi feitra barna væri í raun sorgarsaga. Hún taldi offitunni best lýst sem félagslegri fötlun. Sá offeiti veki athygli hvar sem hann fer, líði fyrir vaxtarlagið vaxtarlagsins en sé um leið ófær um að takast á við vandann. Bruche benti jafnframt á að þó svo að hinn offeiti ætti í raun við sjúkdóm að stríða þá liti samfélagið í raun ekki svo á og viðkomandi nyti því ekki þess skilnings sem fylgdi því að vera talinn sjúkur. Gagnvart hópi of feitra barna og unglinga taldi Bruche að væri enn síður en hjá fullorðnum fyrir hendi þessi skilningur á eðli vandans, það er að segja að viðkomandi einstaklingar væru í raun sjúkir. Ekki verður fullyrt um að hve miklu leyti þetta kann að hafa breyst en vera kann að skilningur á vandanum hafi aukist hjá tilteknum hópum í samfélaginu. Hins vegar er engin sérstök ástæða til að nokkuð hafi dregið úr þeim sífellda áróðri sem uppi er um ágæti þess að vera grannur og með stæltan kropp sem ýmsir telja að hafi sérlega mikil áhrif á börn og unglinga (Rodin, 1993). Á síðari hluta 20. aldar hefur mátt greina mjög ákveðna þróun í þá átt að börn og unglingar eru orðin mikilvæg tekjulind á ýmsum sviðum efnahagslífsins, bæði sem mikilvægir neytendur ýmiss konar skemmtiefnis og sem hugsanlegir afreksmenn í íþróttum eða tónlist. Alþjóðleg fyrirtæki sem velta gífurlegum fjárhæðum markaðssetja á mjög skipulegan hátt ýmiss konar varning og skemmtiefni sem ætlað er unglingum. Algengt er að fyrirtæki á ólíkum sviðum, til dæmis fjölmiðla- og framleiðslufyrirtæki, vinni saman að markaðssetningu þar sem ekki aðeins er verið að selja vöruna heldur einnig móta lífsstíl, tísku og viðhorf unga fólksins. Þannig reyna þessir öflugu aðilar að búa til unglingamenningu, tísku eða lífsstíl sem hentar þeirri vöru sem selja á hverju sinni (Pecora, 1998). Óhætt er að segja að þegar fjallað er um líðan barna og unglinga hefur sú umræða oftar en ekki nálgast viðfangsefnið á neikvæðan hátt, það er að segja að litið er á vanlíðan frekar en líðan almennt (sjá t.d. Helga Hannesdóttir, 2002; Sigrún Sveinbjörnsdóttir, 2001). Þannig er við athuganir á líðan leitast við að meta geðræna eða tilfinningalega stöðu barna eða unglinga með því að athuga hvort í hve miklum mæli tilteknir, fyrirfram skilgreindir vanlíðunarþættir eru til staðar hjá viðkomandi einstaklingi. bls. 9 Waelder (1930) setti fyrir margt löngu fram það sem hann kallaði regluna um margþátta áhrifavalda 7 í þroska einstaklinga. Að hans mati mótast allir mikilvægir hegðunarþættir einstaklingsins vegna margþættra áhrifa í ferli þar sem langanir og hvatir fléttast saman við myndun persónuleika hvers og eins. Þessi kennisetning hefur síðan leitt aðra fræðimenn til þess að leggja áherslu á sérstöðu einstaklingsins þegar greina á líðan. Svokallaðar sálefliskenningar eru grundvallaðar á þessu, það er að segja þeirri grunnhugmynd að vellíðan eða vanlíðan orsakist af margþættum áhrifavöldum. Þessir áhrifaþættir eru fyrst og fremst taldir vera tvennskonar. Annars vegar eru áreiti frá mikilvægum persónum í umhverfi barnsins; foreldrum og öðrum uppeldisaðilum, félögum og öðru í umhverfi barnsins. Hins vegar eru svo innri hvatir eða áreiti. Þannig verður til ferli þar sem tiltekinn einstaklingur skynjar, túlkar og bregst við jafnt því sem gerist innra með honum og í umhverfinu. Útkoman verður vellíðan eða vanlíðan, allt eftir því hvernig viðkomandi tekst að vinna úr þessum áreitum. Meðal þess sem ýmsir hafa talið mikilvægast að skoða í tengslum við líðan er sjálfsmynd. Hún er samkvæmt sálefliskenningum niðurstaða vitsmunalegs og tilfinningalegs þroskaferlis sem leiðir til þess að einstaklingurinn svarar grundvallarspurningum um sjálfan sig; hvað get ég og hvað kann ég, bæði tilfinningalega og verklega. Á tilfinningalega sviðinu skiptir mestu máli hvernig einstaklingurinn metur að honum gangi í samskiptum við aðra. Sjálfsmyndin er þannig einhvers konar heildarmynd einstaklingsins af því hver hann er og hvernig hann bregst við ýmsum kringumstæðum í lífi sínu og sú mynd inniheldur meðal annars mat á því hvort hann sér sig í jákvæðu (vellíðan) eða neikvæðu (vanlíðan) ljósi Námsárangur Nám er mikilvægur hluti af lífi barna og unglinga. Í náminu er lagður grunnur að framtíð einstaklingsins bæði hvað varðar starfsmöguleika og efnahagslega afkomu en einnig og ekki síður skiptir námið miklu fyrir félagslega stöðu einstaklingsins. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem eru undir sífelldu neikvæðu andlegu álagi standa að jafnaði verr að vígi en önnur í að nýta sér hæfileika 7 The rule of multiple function bls. 10 sína (Klesges, Haddock, Stein, Klesges, Eck og Hanson, 1992). Á grundvelli þessa skiptir miklu að hugað sé að stöðu of þungra eða of feitra barna í námi. Rannsóknir virðast hins vegar ekki hafa beint sjónum sínum að mögulegum tengslum þyngdar og námsárangurs. Ýmis hugtök eru notuð í tengslum við mat á árangri nemenda í skólum. Aðallega er rætt um námsmat, próf, kannanir, símat og lokamat. Námsmat er víðtækast þessara hugtaka. Niðurstöður þess má nota til að taka ákvarðanir um næstu skref í námi nemenda en einnig hafa þær verið nýttar til annars, til dæmis að flokka nemendur; að sýna fram á að nemendur hafi lokið tilteknu námi; að meta frammistöðu skóla og til að taka stjórnsýslulegar og fjárhagslegar ákvarðanir (Ward og Murray-Ward, 1999:62; Wilson, 2001). Leiðir varðandi námsmat eru margvíslegar. Sumar eru formlegar en aðrar ekki. Ein leið af mörgum eru próf sem ýmist eru samin af starfsmönnum skóla eða aðilum sem standa utan skólanna. Svo háttar um samræmd próf á Íslandi sem lögð eru ár hvert fyrir nemendur í 4., 7. og 10. bekk á landinu. Þau hafa sýnilegan ramma sem felst í að allir taka sama prófið; dagsetning og tímasetning fyrirlagnar er samræmd; nemendur hafa undirbúið sig fyrir prófið en vita ekki nákvæmlega fyrirfram um hvað verður spurt; þeir taka prófið hjálparlaust, eftirlitsmaður er við próftöku og aðili utan skólans fer yfir prófið (Rowntree 1983:116). Þegar prófað er með þessum hætti er ekki unnt að meta ýmsa aðra þætti sem þykja mikilvægir í skólastarfi, svo sem vellíðan, atorkusemi, iðni og frumkvæði. Mönnum eru ljósir þessir annmarkar en telja sig ekki búa yfir öðrum og hentugri leiðum sem þjónað gætu sama tilgangi. Samræmt próf er það form námsmats sem lagt er fyrir alla nemendur á tilteknum aldri á tilteknum tíma í ákveðnum námsgreinum. Eftir að Lög um grunnskóla frá 1974 tóku gildi hafa samræmd grunnskólapróf verið lögð fyrir nær alla nemendur (um 96%) (Menntamálaráðherra 1995, Þskj.99# Slóð: 120/ s/0099.html) á lokaári skyldunáms á vegum Menntamálaráðuneytisins frá árinu Prófin hafa náð til íslensku, stærðfræði, dönsku og ensku. Þær breytingar hafa orðið á síðustu árum að samræmd könnunarpróf eru einnig lögð fyrir nemendur í 4. bekk og 7. bekk. bls. 11 Báðir þessir árgangar þreyta próf í íslensku og stærðfræði. Yngri nemendur taka prófin í október ár hvert en 10. bekkur í lok apríl. Hlutverk samræmdra prófa Samræmdum prófum í 4. og 7. bekk er ætlað að gefa upplýsingar um grundvallarkunnáttu og færni sem frekara nám byggir á (Fréttabréf Mrn. 1996). Að hluta til á þetta einnig við um prófin í 10. bekk en þó með þeim formerkjum að grunnskólinn getur ekki nýtt sér niðurstöðurnar til að efla nám hjá viðkomandi nemendum. Segja má að samræmd prófa í 10. bekk séu öðru fremur réttindapróf gagnvart framhaldsskólastiginu (Fréttabréf Mrn. 1997). Samræmd próf hafa verið umdeild um langa hríð og það álit sett fram að samræmdu prófin hafi stýrandi áhrif á kennslu. Þegar árið 1933 deildi Aðalsteinn Sigmundsson á stýrihlutverk prófanna á skólastarfið. Hann taldi að kennarar myndu viðhalda og hugsanlega auka utanbókarlærdóm án skilnings nemendanna (Ólafur Proppé, 1999). Í samantekt sinni um sögu samræmdra prófa segir Ólafur Proppé (1999) að kennarar hafi snemma lært að þjálfa nemendur svo þeir næðu tilteknu lágmarki. Talsvert samræmi virðist vera á milli samræmdra einkunna og skólaeinkunna í sömu námsgrein samkvæmt rannsókn Sigríðar Valgeirsdóttur, Þóru Kristinsdóttur og Guðmundar B. Kristmundssonar (sjá: Guðmundur B. Arnkelsson, 1994) og telja þau líkur á því að kennarar hagi kennslu sinni þannig að hún undirbúi nemendur markvisst undir samræmdu prófin. Birn
Related Search
We Need Your Support
Thank you for visiting our website and your interest in our free products and services. We are nonprofit website to share and download documents. To the running of this website, we need your help to support us.

Thanks to everyone for your continued support.

No, Thanks