Býður fjölskyldunni í veganveislu Ylfa Helgadóttir á Kopar heldur í ýmsar hefðir um jólin en er ekki hrædd við að prófa eitthvað nýtt - PDF

Description
MATARTÍMINN Laugardagur 17. desember 2016 Við gerum blóðappelsínusíróp sem er með kanil, anís, vanillu og negul og svo er fyllt upp með prosecco. Guðjón Hauksson á Matbar EINS ATKVÆÐIS VEITINGASTAÐIR BJÓR

Please download to get full document.

View again

of 12
All materials on our website are shared by users. If you have any questions about copyright issues, please report us to resolve them. We are always happy to assist you.
Information
Category:

Business & Finance

Publish on:

Views: 235 | Pages: 12

Extension: PDF | Download: 0

Share
Transcript
MATARTÍMINN Laugardagur 17. desember 2016 Við gerum blóðappelsínusíróp sem er með kanil, anís, vanillu og negul og svo er fyllt upp með prosecco. Guðjón Hauksson á Matbar EINS ATKVÆÐIS VEITINGASTAÐIR BJÓR TIL HEIÐURS LEIFI HEPPNA Býður fjölskyldunni í veganveislu Ylfa Helgadóttir á Kopar heldur í ýmsar hefðir um jólin en er ekki hrædd við að prófa eitthvað nýtt PIPAR \ TBWA SÍA Mynd Hari Fáðu þér nýjan og girnilegan ekta rjómaís frá Emmessís. FÍLAKARAMELLUR OG SALTAÐAR TRUFFLUR TELMU 2 MATARTÍMINN LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 Eitt atkvæði sameinar fjölda veitingastaða Nýir veitingastaðir og barir spretta upp um alla borg, eins ólíkir og þeir eru margir. En óvenju margir þeirra eiga þó eitt sameiginlegt nefnilega eitt ein- asta atkvæði! Stutt og laggott er trendið þessa dagana eins og þessi listi af nýlegum stöðum í bland við eldri gefur sterkt til kynna. Ætar gjafir fyrir þau sem eiga allt Fólk sem á allt getur valdið ástvinum sínum ótæpilegri angist þegar kemur að því að velja handa því jólagjafir. Bestu gjafirnar fyrir þau sem eiga allt eru þær sem klárast upp til agna á jólunum og ekki þarf að finna fyrir þær pláss til framtíðar. Hér eru nokkrar tillögur að ætum jólagjöfum sem tilvalið er að dedúa við um helgina. Guðjón ásamt Fanneyju, Kjartani og Gísla sem standa vaktina á Jólatorginu fram að jólum. Sulta Chutney Konfekt Biscotti Granóla Karamellur Sykurhúðaðar möndlur Hvítlauks- eða chiliolía Vanilludropar Fetaostur í olíu Piparmyntu bark Súkkulaðihúðaðar saltkringlur Sykurhúðaður appelsínubörkur eða engifer Mynd Hari Nýstárlegt jólaglögg með prosecco Forsmekkurinn að Matbar á Jólatorginu Hljómalind. Súpan er fullelduð og aðeins þarf að hita hana upp V eitingamaðurinn Guðjón Hauksson er nú vakinn og sofinn yfir opnun Matbars sem verður, að hans sögn, vonandi fyrir jól eða milli jóla og nýárs. Á meðan biðinni stendur geta gestir gætt sér á réttum sem innblásnir eru af matseðli Matbars á Jólatorgi Hljómalindar á hjartareitnum. Þar er líka nýstárleg útgáfa af jólaglöggi sem sagan segir að sé unun að smakka. Þetta er einstakt glögg sem er með prosecco í stað rauðvíns. Við gerum blóðappelsínusíróp sem er með kanil, anís, vanillu og negul og svo er fyllt upp með prosecco, segir Guðjón og lofar því að ekki verði aftur snúið þegar þessi týpa hefur verið smökkuð. Tilvaldar jólagjafir Við notum ekki MSG í súpuna okkar. Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og stórmörkuðum landsins. Maturinn sem hægt er að smakka á Jólatorginu gefur forsmekk að því sem koma skal á Matbar. Við erum til dæmis með grillað brauð nautatartar og trufflumajónesi og sultuðum rauðrófum og djúpsteikrar arancini risottobollur með villisveppum. Við erum líka að selja barsnakkið okkar sem eru þurrkaðar ólívur og ristaðar möndlur og tvær tegundir af trufflum sem eru ekki af þessum heimi. Það er um að gera að koma við í básnum okkar og smakka, þetta eru til dæmis tilvaldar jólagjafir, segir Guðjón. Jólatorgið verður opið alla daga fram að jólum til 22 á kvöldin nema á Þorláksmessu þegar opið verður til 23. Guðjón segir stemninguna guðdómlega á torginu og mikill áhugi á öllum þeim mat og matartengdu básum sem þar eru. færði yfir í matseðil og gerði það alveg snilldarlega. Seðillinn er mjög spennandi og aðgengilegur og hægt að púsla honum saman á margan hátt, segir Guðjón. Heiðarleiki ítalska eldhússins færður yfir í hið hreina skandínavíska er þemað og áhersla á gott hráefni verður í forgrunni. Við verðum síðan með skemmtilegan kokteilalista með ítölsku ívafi og góðan lista af prosecco og kampavíni. Opnað verður snemma á morgnana á Matbar og hægt verður að koma í morgunmat eða kippa með sér kaffi og einhverju góðu með. Svo verðum við með hágæða delíborð sem við notum í matargerðina og hægt verður að grípa með sér gómsætar samlokur úr fyrsta flokks hráefni. Það er ð um að gera anum s koma við í báakka, m s okkar og þetta eru til r a dæmis tilvald r. jólagjafi Ítalía hittir Skandinavíu Eins og áður sagði opnar Matbar öðru hvoru megin við jól og nú er allt á fullu við að setja staðinn upp og gera hann kláran. Gísli Matthías Auðunsson tók að sér pælingar sem við vorum með og Hátíðarmatur þjóðarinnar Íslenskt sauðfé hefur fylgt þjóðinni allt frá landnámi. Það gengur frjálst um víðáttumikið hálendið og er hluti af landinu, menningu okkar, háttum og siðum. Metnaður og gildi íslenskra sauðfjárbænda endurspeglast í gæðum afurðanna sem þeir framleiða og haginn, loftið og lyngið gefa íslensku lambakjöti einstakt bragð. Í ótal útfærslum hefur það skipað sérstakan sess á hátíðarborði Íslendinga í gegnum aldirnar. Í dag gefur samspil úrræða, hefða og nýrra hugmynda af sér æ fleiri eftirlætisrétti, líkt og safaríkt lambafillet með krækiberjum sem fengið er úr smiðju Sigurðar Helgasonar, yfirmatreiðslumeistara á Hótel Sögu. Uppskrift af þessum ljúffenga rétti, auk fleiri uppskrifta, má finna á facebook.com/icelandiclamb. 4 MATARTÍMINN LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 Ylfa Helgadóttir ætlar að bjóða fjölskyldunni í veganveislu fyrir jólin. Mynd Hari Heldur vegan aðventuboð Ylfa á Kopar hræðist ekki ótroðnar slóðir. Ylfa Helgadóttir hefur staðið í ströngu á aðventunni enda veitingastaðurinn Kopar, sem hún á og rekur, með vinsælustu stöðum borgarinnar. Það hefur gengið rosalega vel. Veitingastaðir geta farið tvær leiðir á aðventunni, jólahlaðborð eða jólamatseðil. Við höfum alltaf farið í jólamatseðilinn og reynum að útbúa seðil sem höfðar til allra. Við reynum að vera skilningsrík á gæjann sem vill halda í hefðirnar þó að allir aðrir vilji prófa eitthvað nýtt og erum með purusteikina og laxinn meðal nýstárlegri rétta, segir Ylfa en jólamatseðllinn er aldrei eins milli ára. Ylfa segist aldrei hafa viljað hafa opið á aðfangadag og jóladag og í ár verður ekki breyting þar á. Ég er kannski svolítið íhaldssöm hvað þetta varðar en ég gæti ekki hugsað mér að vinna á aðfangadag og jóladag svo ég ætla ekki að biðja mitt fólk að gera það. Hins vegar verður hægt að koma í mat á gamlárskvöld og þá myndast alltaf verulega notaleg stemning. Þrátt fyrir að flestir séu erlendir ferðamenn slæðast alltaf inn Íslendingar líka sem kjósa að njóta þess að láta elda fyrir sig um áramót. Við höfum verið með opið á gamlárskvöld frá því við opnuðum og það hefur alltaf verið mjög gaman. Stundum hafa fjölskyldur starfsmanna komið og borðað og þetta er bara mjög notalegt. Gott og hefðbundið En hvað skyldi kokkurinn borða heima um jólin? Hjá fjölskyldu Ylfu er alltaf borðaður hamborgarhryggur í aðalrétt en forrétturinn er breytilegur milli ára eftir að Ylfa tók við stjórninni. Þegar ég fór að læra kokkinn fór ég að pæla í því hvað við borðuðum á jólunum en við vorum yfirleitt með aspassúpu í forrétt aspassúpu úr pakka, kannski með smá rjóma. En þetta er kannski dálítið undarlegur forréttur á heilagasta deginum. Ég hef því fengið að grúska dálítið í honum gegnum tíðina en er aldrei með það sama. En ég held að ég ætli ekki að fikta í eftirréttinum núna en við erum með sjerrítrifle með ís. Aðspurð hvort hamborgarhryggurinn sé með hefðbundnu sniði á heimilinu segir Ylfa svo vera og ekki góð reynsla af því að fikta í. Ég borða ekki svona mat nema einu sinni á ári, mig langar virkilega í þennan mat þennan eina dag. Einu sinni sá ég uppskrift í Nóatúnsbæklingi að sveskjugljáa og ætlaði að vera rosalega flott á því og prófa það en það gekk ekki. Síðan hef ég bara látið hann vera. Þetta er náttúrulega í grunninn mjög einföld matargerð. Flestir borða bara Ora með alla leið en það flóknasta er kannski að brúna kartöflurnar og gera sósuna. Ég myndi ekki vilja hafa þetta öðruvísi. Heldur veganboð í ár Ylfa reynir að halda eitt boð á aðventunni og í fyrra bauð hún fjölskyldunni í veglegt boð rétt fyrir jól. Það er alltaf svolítið erfitt að bóka sig á þessum tíma. Í fyrra fluttum við rétt fyrir jól og héldum boð fyrir nánustu fjölskyldu sem var að koma í fyrsta sinn til okkar eftir að við fluttum. Ég vildi að allir sætu við borð og við myndum vera lengi að borða og njóta samverunnar. Við vorum með kaldan hamborgarhrygg og kalt hangikjöt en ekkert heitt meðlæti. Svo vorum við með súpu, baunasalat, flatkökur og graflax. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og ég ætla að gera þetta líka núna rétt fyrir jól, segir Ylfa sem ætlar þó að hafa boðið með töluvert ólíkara sniði í ár. Ég ætla að vera með veganþema í ár, prófa að gera súpu og steikur og þessi salöt með rauðbeðum sem eru svo jólaleg. Það er uppsveifla í þessu í samfélaginu og maður hrífst með, segir Ylfa sem óttast ekki viðbrögð fjölskyldunnar en ætlar þó kannski að lauma einum bakka á kantinn með hangikjöti og graflaxi fyrir afa. Hann er samt mjög opinn fyrir öllu, myndi kannski spyrja finnst mér þetta gott og ég segi bara já og hann treystir því! Ylfa er langt því frá ókunn því að prófa nýjan mat og fjölskyldan öllu vön. Þegar hún byrjaði að fá áhuga á matreiðslu eldaði hún svo mikið að hún bauð fjölskyldunni gjarnan í mat. Mamma sagði alltaf þú getur ekki verið að elda eitthvað sem Ég ætla að vera með veganþema í ár, prófa að gera súpu og steikur og þessi salöt með rauðbeðum sem eru svo jólaleg. Það er uppsveifla í þessu í samfélaginu og maður hrífst með. þú hefur ekki eldað áður og vera að fá fólk í mat hvað ef það heppnast ekki? Ég sagði alltaf bara: Hvað ertu að segja, auðvitað heppnast það. Ég skildi ekki pælinguna um að þetta myndi ekki heppnast! Núna eru allir komnir yfir þetta og treysta mér algerlega. Ylfa gefur okkur hér uppskrift að eftirrétti sem þarf að nostra dálítið við en er algerlega þess virði. Ostajól Hillur svigna undan gómgleðjandi ostum og girnilegum kræsingum. Gefðu upplifun. Gjafabréf í ostaskóla Búrsins er tilvalinn í skóin. Gómgleðjandi Gjafaöskjur - sérsniðnar eða staðlaðar að hætti hússins Grandagarður Rvk Jólakúlan á Kopar við Gömlu höfnina Súkkulaðimúskúla 3 matarlímsblöð 500 g dökkt súkkulaði 500 g hrásykur mulin í duft 500 g smjör 300 g eggjarauður 500 g rjómi 1l rjómi Leggið matarlímið í bleyti. Bræðið súkkulaði sér og geymið. Hitið sykur og smjör upp í ca. 70 C. Blandið rjóma út í, þannig úr verði karamella. Takið af hita og hrærið eggjarauðum út í. Blandið matarlími saman við og blandið svo súkkulaðinu varlega saman við. Leyfið að standa þar til blandan kólnar aðeins. Þeytið rjóma meðan blandan kólnar. Blandið öllu varlega saman. Sprautið í kúluform eða gerið litla plastfilmu búta, sprautið u.þ.b. ½ dl á bútinn og bindið upp í kúlu. Frystið. Rifsberjagel 1 kg rifsberjapure 14 g agar Setjið hvort tveggja í pott og hitið að suðu. Hellið leginum í skál og látið stífna. Tekur u.þ.b. 15 mínútur í kæli. Lögurinn verður að hlaupi og síðan settur í blandara og verður að hlaupi. Takið kúluna úr frysti og setjið í skál eða á disk og skreytið með berjum og súkkulaðisósu ef vill áður en borið er fram. 6 MATARTÍMINN LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 Jólakonfekt fyrir sælkera Telma Matthíasdóttir einkaþjálfari gerir jólakonfekt sem enginn þarf að fá samviskubit yfir að borða. Árstíðabundnar vörur sem hafa slegið í gegn Telma Matthíasdóttir, einkaþjálfari og eigandi Fitubrennsla.is, hefur gefið út svokallað Sælkerahefti í desember síðustu ár, en þar er að finna uppskriftir að ýmis konar góðgæti í hollari kantinum. Telma hollustuvæðir góðgætið með því að minnka eða sleppa sykrinum alveg og bætir inn næringarríku hráefni. Við fengum hana til að gefa okkur tvær uppskriftir að dásamlegu jólakonfekti sem bæði er sniðugt á hátíðarborðið og í jólapakkann, til dæmis í fallegri öskju. Gerir hollara konfekt Telma hollustuvæðir jólakonfektið með því að draga úr sykri og bæta inn næringarríkum hráefnum. Rúllað upp í matarplast og fryst í 1 klst. Mótið kúlur og veltið upp úr hnetukurli. Geymist í kæli Tilvalið í veisluna eða á hlaðborðið. Fást í öllum helstu matvöruverslunum og í fiskborði stórmarkaðanna. Saltaðar karamellu trufflur 15 mjúkar döðlur 1 ½ tsk vanilludropar ½ tsk sjávarsalt 1 msk kókosolía 1 msk tahini 1 msk kasjusmjör Stevíu dropar m/ karamellubragði 1 lúka saltaðar hnetur Aðferð: Öllu blandað vel saman í matvinnsluvél. Fílakaramellur 10 mjúkar döðlur 1 ½ tsk vanilla extract ½ tsk sjávarsalt 1 msk kókosolía 2 msk möndlusmjör 10 dropar stevía Aðferð: Allt sett í matvinnsluvél þar til mjúkt. Setja í skál og geyma inn í frysti í 1 klst. Mótið karamellur eins og þið viljið hafa þær. Súkkulaðihjúpur ½ bolli kókokosolía 3 maks kakó duft 1/8 bolli agave eða hlynsíróp Allt sett í matvinnsluvél þar til vel blandað. Hjúpið karamellurnar og geymið í kæli. mjúkt, safaríkt og bragðmilt Jólin eru tími elskulegrar íhaldssemi þegar við viljum vera viss um að allt sé eins og það á að vera. Þess vegna velja tugþúsundir Íslendinga SS birkireykta hangikjötið á jólaborðið, því það er mjúkt, safaríkt og bragðmilt. Gleðileg jól! Fíton / SÍA HAGKAUP HANGILÆRI MINNA SALT, SAMA BRAGÐ! HAGKAUPS HANGILÆRI Minna salt, sama bragð! HAGKAUP MÆLIR MEÐ Hagkaups hangikjötið er tað og birkireykt fyrsta flokks íslenskt lambakjöt. Í hangikjötið er notað 45% minna salt en notað er við hefðbundna hangikjötsframleiðslu. Engu að síður hefur tekist að framleiða hangikjöt með sama bragði. Eldunartillaga: Setjið hangikjötið í pott og hellið köldu vatni yfir, gott er að setja örlítinn sykur út í. Setjið lok á pottinn og hitið rólega að suðu, það gæti tekið 45 mínútur. Þegar sýður er hitinn lækkaður og kjötið látið malla í mínútur. við lágan hita. Þá er slökkt undir pottinum en hann ekki tekin af hellunni. Látið kjötið kólna í soðinu í 1-2 klukkustundir. Setjið kjötið svo strax inn í kæli ef ekki á að bera það fram heitt. Verði ykkur að góðu. Hagkaups hangikjötið Tað og birkireykt fyrsta flokks íslenskt lambakjöt. Í hangikjötið er notað 45% minna salt en notað er við hefðbundna hangikjötsframleiðslu. Engu að síður hefur tekist að framleiða hangikjöt með sama bragði. MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN Hið eina sanna! MALTGRÍS HAMBORGARHRYGGUR Hagkaups smjörsprautað kalkúnaskip Undanfarinn áratug hefur Hagkaup boðið upp á smjörsprautað kalkúnaskip sem er algjört lostæti og hefur slegið rækilega í gegn á hverju ári. Það er tilbúið beint í ofninn og eldamennskan ofur einföld. Maltgrís hamborgarhryggur Sérvalinn og séralinn fyrir Hagkaup af svínabóndanum á Vallá Kjalarnesi. Grísinn er fóðraður á soðnu maltbyggi, humlum og öðru úrvals góðgæti frá bruggmeisturum Ölgerðarinnar. Grísinn er í góðu yfirlæti við kjöraðstæður sem gerir kjötið einstaklega meyrt og bragðgott. EINFALDLEGA MEIRA ÚRVAL Peking önd Hreindýr Rjúpa 8 MATARTÍMINN LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 Jólamatur fyrir alla í Fjarðarkaupum Villibráð, oumph og allt þar á milli. Unnið í samstarfi við Fjarðarkaup Jólamatur landans hefur breyst töluvert á undanförnum árum og fjölbreytnin eykst frá ári til árs. Svo virðist sem margar hefðir séu að láta undan og fólk er ófeimið við að prófa nýja hluti sem á árum áður þótti algerlega óhugsandi á mörgum heimilum. Gísli Sigurbergsson, verslunarstjóri í Fjarðarkaupum, hefur verið viðriðinn verslunina frá stofnun hennar eða í 43 ár og hefur því fylgst með jólainnkaupum Íslendinga í yfir fjóra áratugi. Hamborgarhryggurinn er ekki eins vinsæll og hann var, það er ekki mjög langt síðan að hann var að borðum örugglega 90% landsmanna um jólin. Það eru kannski 6-7 ár síðan þetta fór að breytast mikið, segir Gísli og bendir á að kílóið af hamborgarhryggnum sé á tæpar 1700 krónur, ódýrari en kíló af roðflettri ýsu. Þannig að jólamaturinn er orðinn frekar ódýr, má segja, matur sem þú færð þér þó bara einu sinni á ári. Svínakjötið er einnig vinsælt segir Gísli, ekki síst svínabógurinn sem er fastur liður á mörgum heimilum. Og fyrst við erum að tala um verð má nefna að þar ertu komin með 850 krónur kílóið! Gísli segir marga vera farna að borða kalkún á jólunum og jafnvel afbrigði af honum eins og smjörsprautað kalkúnaskip sem er mjög mikið selt í Fjarðarkaupum fyrir jólin. Veglegt kjötborð Eins og áður sagði hefur fjölbreytnin aukist mikið undanfarin ár og fólk. Fjölskylda Gísla verslunarstjóra ber þess til að mynda vitni; áður fyrr var ávallt borðað hangikjöt á jóladag en síðustu ár hefur verið skipt yfir í nautalund! Þetta er auðvitað bara einu sinni á ári en hér áður fyrr var alltaf borðuð skata á Þorláksmessu og hangikjötsbiti um kvöldið. Á aðfangadagskvöld var svo reykti svínahryggurinn og svo afgangar í hádeginu og svo hangikjöt á jóladagskvöld. Þetta er ansi mikið reykt og saltað, segir Gísli. Í Fjarðarkaupum er mikið úrval af villibráð í ár, endur, andabringur, gæsir, pekingönd, lynghæna, erlend rjúpa, fasani, krjónhjartarsteik, skosk villiönd, krónhjartarfilet. Kjötborðum hefur fækkað mikið síðasta áratuginn en kjötborðið í Fjarðarkaupum hefur aldrei verið veglegra. Þar geturðu komið og handvalið það sem þú vilt. Eins og með hamborgarhrygginn, þú getur bara valið þann hluta af hryggnum sem þú vilt. Mörgum finnst það gott. Við erum með kjötiðnaðarfólk og afgreiðslufólk með margra áratuga reynslu. Einnig er hægt að sérpanta fyllt læri og hryggi. Við getum gert raunar hvað sem fólki dettur í hug, segir Gísli. Fólk leitar meira í ferskleikann Þar sem Gísli hefur verið viðriðinn verslunina í allan þennan tíma er ekki úr vegi að spyrja hann í lokin hver sé stærsta breytingin sem hann merkir í jólaversluninni gegnum árin. Það er kannski þetta að fólk er að baka minna en það gerði áður, við erum með mikið af tilbúnu deigi sem fólk kaupir og það er bara mjög fín vara. Svo er kannski mesta breytingin dósirnir, við vorum með niðursuðudósir hérna í bílförmum; niðursoðna sveppir, niðursoðna ávexti og niðursoðinn aspas til dæmis. Í dag er þetta ananasinn, grænu baunirnar og rauðkálið en það er meira að segja að minnka mikið líka. Fólk leitar meira í ferskleikann. Fræið fyrir grænmetisætuna Fjarðarkaup eru stolt af því gríðarlega mikla úrvali af vegan hráefni sem Fræið hefur að geyma. Í Fræinu geta þau sem kjósa að sneiða hjá dýraafurðum keypt í jólamatinn allt það sem hugurinn girnist. Mikið úrval af hvers kyns vegankjöti s.s. oumph-i sem er orðið gríðarlega vinsælt í veganrétti enda hægt að matbúa það á ótal vegu. Hægt er að fá mjög góðan veganís sem er dásamlegur eftirréttur með sósu sem gerð er úr einhverju því gómsæta vegansúkkulaði sem fæst í Fræinu. Síðast en
Related Search
Similar documents
View more...
We Need Your Support
Thank you for visiting our website and your interest in our free products and services. We are nonprofit website to share and download documents. To the running of this website, we need your help to support us.

Thanks to everyone for your continued support.

No, Thanks